AFHENDING

Pantanir eru afgreiddar á 1-3 virkum dögum. Kaupandi fær tölvupóst þegar varan hefur verið send af stað.

Ef valið er Pósturinn sem sendingamáta er pöntunin send á viðkomandi kaupanda með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Myrk Store ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda er tjónið á ábyrgð kaupanda. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður Myrk Store hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma.

Ef keypt er fyrir meira en 10.000 kr. er hægt að fá pöntunina senda ókeypis.

SÓTTAR PANTANIR

Hægt er að velja um að sækja pantanir í Reykjanesbæ og á Höfuðborgarsvæðinu.

Reykjanesbær

Trönudal 15 - Íbúð 101

260 Reykjanesbær

Afhendingar mánudaga og föstudaga

milli 17:00-18:30.

Kópavogur

Afhending í verslun Tropic

Bæjarlind 2 - 2.hæð

201 Kópavogur

Opið virka daga milli 14-17:30

Laugardaga milli 12-15

Höfuðborgarsvæði

Dropp afhending

N1 Lækjargötu Hafnarfirði

N1 Hringbraut

N1 Ægisíðu

N1 Borgartúni

N1 Stórahjalla

N1 Ártúnshöfða

N1 Háholti Mosfellsbæ

Hægt er að velja á einfaldan máta staðsetningu í pöntunarferlinu.

 

SKILAFRESTUR

Hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum Myrk Store hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhend skráðum móttakanda.

Óski viðskiptavinur eftir að skila vöru er honum bent að hafa samband við í netfangið myrkstore@myrkstore.is. Myrk Store endurgreiðir vöruna við fyrsta tækifæri. Upphæð endurgreiðslu skal vera sú sem kemur fram á pöntunarstaðfestingu þó eru flutnings- og póstburðargjöld ekki endurgreidd. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vörur sem er skipt/skilað. Ekki er tekið við skilavöru séu þær sendar með póstkröfu.