Skilmálar

Almenn ákvæði

Skilmálann staðfestir kaupandi með staðfestingu á kaupum.

Seljandi er:
Kt. 500120-1340
Myrk Store ehf.
Faxafeni 10
108 Reykjavík
VSK nr. 136677

Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla á www.myrkstore.is.
Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni www.myrkstore.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Til þess að tryggja rétt bæði kaupanda sem og seljanda höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd og rafræn viðsktipti (lög nr. 77/2000, nr. 30/2002 og nr 48/2003).

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Myrk Store áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld eða ef um prentvillu er að ræða.

Öll verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara. Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun þ.e. þjónustu, sendingargjald og fleira. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Greiðslur

Ýmsar greiðsluleiðir eru í boði á myrkstore.is

Greiðslukort: Tekið er við öllum helstu greiðslukortum auk þess sem hægt er að notast við Apple Pay og Google Pay.
Millifærsla: Mögulegt er að greiða með millifærslu inn á reikning Myrk Store ehf.
Rkn. 542-26-19196
Kt. 500120-1340
Netgíró: Í boði er að greiða með Netgíró. Viðskiptavinur er þá sendur yfir á greiðslusíðu Netgíró til að klára viðskiptin.
Aur appið: Hægt er að fá boð í Aur appið til greiðslu með því að slá inn símanúmer.
Síminn Pay Léttkaup: Einnig er í boði að greiða með Síminn Pay greiðsulausninni.
Gjafakort: Hægt er að nota gjafakort sem er útgefið af Myrk Store sem greiðslumáta. Notast er við gjafakóðann á gjafakortinu til innsláttar í greiðsluferlið á myrkstore.is.

Trúnaður

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

Varnarþing

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og Myrk Store um túlkun á skilmála sem er að finna á síðunni, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir íslenskum dómstólum.

Skilafrestur

Hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum Myrk Store hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhend skráðum móttakanda. Sé um gallaða vöru að ræða skal hafa samband við fyrsta tækifæri svo hægt sé að skipta henni út eða gefa út kreditreikning/endurgreiðslu sé ekki hægt að skipta vörunni út. Sérpantaðar vörur fást hvorki skilað né skipt.

Óski viðskiptavinur eftir að skila vöru er honum bent að hafa samband við í netfangið myrkstore@myrkstore.is. Myrk Store endurgreiðir vöruna við fyrsta tækifæri. Upphæð endurgreiðslu skal vera sú sem kemur fram á pöntunarstaðfestingu þó eru flutnings- og póstburðargjöld ekki endurgreidd. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vörur sem er skipt/skilað. Ekki er tekið við skilavöru séu þær sendar með póstkröfu.

Shopping Cart